Fimmtudaginn 11. nóvember nk. mun umhverfisráðuneytið standa fyrir kynningarfundi um aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í lofslagsmálum. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarbíói frá kl. 12:00 til 13.00.

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum er hugsuð sem tæki sem stjórnvöld geta notað til að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi í því skyni að standa við stefnu stjórnvalda og skuldbindingar í loftslagsmálum. Í áætluninni eru tíu lykilaðgerðir settar í forgang til að ná allt að 30% samdrætti í losun fyrir árið 2020.

Dagskrá fundarins:

  • Ávarp Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra
  • Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu, um aðgerðaáætlun í lofslagsmálum
  • Fulltrúi fjármálaráðuneytisins fjallar um breytingar á sköttum og gjöldum á bíla og eldsneyti
  • Ellý Katrín Guðmundsdóttir sviðsstýra umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar, fjalla um lofslagsmál sveitarfélaga
  • Halldór Björnsson, verkefnisstjóri loftslagsrarnnsókna á Veðurstofu Íslands, fjallar um stöðu mála í loftslagsrannsóknum
Birt:
9. nóvember 2010
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Kynningarfundur um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum“, Náttúran.is: 9. nóvember 2010 URL: http://nature.is/d/2010/11/09/kynningarfundur-um-adgerdaraaetlun-i-loftslagsmalu/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: