Vilji þjóðarinnar að standa vörð um náttúru Íslands
Á Þjóðfundinum 2010 sem haldin var um stjórnarskrána í gær kom glöggt í ljós að vilji þjóðarinnar varðandi náttúru Íslands er að auðlindir landsins séu óframseljanleg þjóðareign sem beri að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt og vernda fyrir komandi kynslóðir. Setja þurfi skýr lög um eigna-og nýtingarétt þjóðarinnar á auðlindum, náttúru og lífríki. Rýmar þetta við Þjóðfundinn 2009 þar sem Umhverfismál voru valin ein af níu grunnstoðum. Og setningar um framtíðarsýn hljómuðu t.d. svona: Náttúra og auðlindir í þjóðareign. Virðing verði borin fyrir náttúrunni, sjálfbær nýting höfð að leiðarljósi og sérkenni náttúrunnar varðveitt.
Það er því ljóst að náttúruvernd er viðtekin viska fjöldans og vilji þjóðarinnar en ekki einangrað „cult" eins og reynt hefur verið að halda fram.
Er vonandi að þessar og aðrar niðurstöður Þjóðfundanna tveggja verði notaðar sem áttaviti og kort á ferð inní bjarta framtíð Íslands.
Ljósmynd: Borðvinna á þjóðfundinum 2009, Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Framtíðarlandið „Vilji þjóðarinnar að standa vörð um náttúru Íslands“, Náttúran.is: 7. nóvember 2010 URL: http://nature.is/d/2010/11/07/vilji-thjodarinnar-ad-standa-vord-um-natturu-islan/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 8. nóvember 2010