Sögulegt samkomulag um líffræðilega fjölbreytni
Árangursríkum ársfundi aðildarríkja samningsins um líffræðilega fjölbreytni lauk á föstudag með sögulegu samkomulagi um réttláta skiptingu hagnaðar af nýtingu erfðaauðlinda og mikilvægu samkomulagi um framkvæmd samningsins til ársins 2020.
Bókunin um erfðaauðlindir setur alþjóðlegar samræmdar reglur um það hvernig ríki veita fyrirtækjum, stofnunum og vísindamönnum aðgang að erfðaauðlindum. Einn af mikilvægustu þáttum bókunarinnar fjallar um að tryggja ríkjum sem veiti aðgang að erfðaauðlindum hlutdeild í hagnaði sem skapast af nýtingu þeirra og markaðssetningu afurða þeirra.
Nánar á vef umhverfisráðuneytisins.
Birt:
1. nóvember 2010
Tilvitnun:
Guðmundur Hörður Guðmundsson „Sögulegt samkomulag um líffræðilega fjölbreytni“, Náttúran.is: 1. nóvember 2010 URL: http://nature.is/d/2010/11/02/sogulegt-samkomulag-um-liffraedilega-fjolbreytni/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 2. nóvember 2010