Brjóstsviði
Brjóstsviði stafar af sýru úr maga sem berst upp í vélinda og jafnvel upp í munn. Sár geta myndast í vélinda vegna sýrunnar og valdið miklum óþægindum og sársauka. Streita og álag geta magnað brjóstsviða vegna örvandi áhrifa taugakerfisins á magasýrurumyndun.
Fólk sem hefur mikinn brjóstviða ætti að sofa með hátt undir höfði því þá flæða magasýrurnar síður upp í vélindað. Forðist allt sem eykur magagsýrur, s.s. kaffi, áfegni og reykingar. Snæðið meginmáltíð dagsins í hádeginu fremur en á kvöldin og borðið ekki seinst á kvöldin.
Jurtir sem eru góðar við brjóstsviða eru einkum þær sem þekja vélinda og maga með slímefnum t.d. regnálmur, sigurskúfur, fjallagrös og læknastokkrós. Best er að taka jurtirnar strax eftir matmálstíma. Aðrar jurtir sem vinna gegn brjóstsviða eru mjaðurt, sem dregur úr sýruframleiðslu magans, lakkrísrót, sem inniheldur efni sem græða og mýkja vélinds og maga, og kamilla og humall, sem hafa róandi áhrif á vöðva magans svo að sýra berst síður upp úr maganum.
Birt:
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Brjóstsviði“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/brjstsvii/ [Skoðað:22. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007