Lífhermun opnar nýjar víddir í grænni vöruþróun
Orð dagins 8. október 2008.
Færni lífvera til að komast af við ólíklegustu aðstæður er mikilvæg uppspretta nýsköpunar í iðnaði. Mörg fyrirtæki hafa þegar nýtt sér lífhermun (e: Biomimicry) til að þróa nýjar vörur. Þannig hafa bægsli hnúfubaka kennt mönnum að hanna vindmylluspaða sem halda áfram að hreyfast í hægri golu, og sömuleiðis búa lótusblóm yfir tækni sem ný st hefur til að búa til yfirborð sem hrindir frá sér óhreinindum.
Að mati Achim Steiners, framkvæmdastjóra Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP), mun lífhermun opna nýjar víddir í grænni vöruþróun, en í gær kynnti hann niðurstöður lífhermunarverkefnis UNEP þar sem settar eru fram 100 nýjar hugmyndir, sem allar eru fengnar að láni hjá náttúrunni. Skýrslan sem kynnt var í gær er framhald forverkefnis, sem kynnt var í maí sl. Á kynningunni í gær lét Janine Benyus, höfundur skýrslunnar, þau orð falla að verndun búsvæða lífvera væri lykillinn að næstu iðnbyltingu.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag
og rifjið upp „Orð dagsins“ 30. maí sl.
Birt:
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Lífhermun opnar nýjar víddir í grænni vöruþróun“, Náttúran.is: 8. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/08/lifhermun-opnar-nyjar-viddir-i-graenni-voruthroun/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.