Landvernd kærir ákvörðun Skipulagsstofnunar
Landvernd hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar um að nýta ekki heimildir sínar til þess að láta framkvæma heildstætt umhverfismat fyrir álver í Helguvík og tengdar framkvæmdir, sbr. 5. gr. laganna. Til tengdra framkvæmda má telja nýjar jarðvarmavirkjanir, s.s. Bitruvirkjun og Krþsuvík, og flutningsleiðir fyrir raforku um all mörg sveitarfélög sem hagsmuna eiga að gæta. Það liggur nú fyrir umhverfisráðherra að fjalla um kæruna og ákveða hvort áhrif stórtækra framkvæmda skuli metin heildstætt, þannig að yfirsýn fáis, eða hvort áfram skuli skoða afmarkaðar einingar þannig að sem fæstir eigi þess kost að átta sig á umhverfisáhrifum álversins í Helguvík, í fullu samhengi.
Í 2. mgr. 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum segir:
„Í þeim tilvikum þegar fleiri en ein matsskyld framkvæmd eru fyrirhugaðar á sama svæði eða framkvæmdirnar eru háðar hver annarri getur Skipulagsstofnun að höfðu samráði við viðkomandi framkvæmdaraðila og leyfisveitendur ákveðið að umhverfisáhrif þeirra skuli metin sameiginlega.“
Ekki hefur áður reynt á þetta ákæði laganna enda kom það inn með lagabreytingu í síðla árs 2005. En ákvörðun Skipulagsstofnunar er skv. 14. gr. laganna kæranleg til umhverfisráðherra, sem nú hefur málið til meðferðar.
Landvernd bendir á að Skipulagsstofnun gerir fyrirvara við álit sitt er varðar umhverfisáhrif tengdra framkvæmda:
„Skipulagsstofnun telur að fyrirhugað álver Norðuráls Helguvík sf., með fyrirvara um umhverfisáhrif tengdra framkvæmda, muni ekki valda verulega neikvæðum og óafturkræfum áhrifum á umhverfi eða samfélag.“ [Feitletrun Landverndar]
Það vekur athygli að Skipulagsstofnun skuli ekki hafa leitað álits hjá Reykjanesfólkvangi þrátt fyrir að honum sé ógnað með orkuflutningum og orkuvinnslu, sama á við fjölmög sveitarfélög sem klárlega eiga hagsmuna að gæta t.d. vegna orkuflutninga. Hér ber því skugga á framkvæmd rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Þá er að minna á að skipulagsáætlanir margra sveitarfélaga sem hér eiga hlut að máli heimila ekki þær „tengdu framkvæmdir“ sem um er að ræða. Því þarf stefnubreytingu af hálfu viðkomandi sveitarstjórna, þ.e. breyttingu á skipulagsáætlun, til þess að framkvæmdirnar í heild sinni geti náð fram að ganga.
Eitt af markmiðum laga um mat á umhverfisáhrifum er að kynna fyrir almenningi umhverfisáhrif framkvæmda. Til þess að ná því markmiði hljóta stjórnvöld að þurfa að kynna umhverfisáhrif framkvæmdanna í heild sinni. Í töflu sem fylgir áliti Skipulagsstofnunar kemur t.d. fram að álverinu fylgi nýjar virkjanir við Ölkelduháls, svo kallaða Bitru virkjun, og Hverahlíð auk nýrrar virkjunar á Krþsuvíkursvæðinu. Þetta þarf allt að skoða með heildstæðum til þess að markmiðum laganna um kynningu gagnvart almenningi verði náð.
OR á skv. áliti Skipulagsstofnunar að skaffa álverinu í Helguvík 175 MW og sem koma eiga frá Bitruvirkjun og Hverahlíð. Þá á Hitaveita Suðurnesja að leggja til 260 MW sem náð verður með virkjun á Krþsuvíkursvæðinu og með aukinni framleiðslu núverandi virkjana í Svartsengi og á Reykjanesi. Samtals er þetta afl sem nemur 435 MW. Óljóst er hvar og hvernig þeirrar orku sem þá vantar (e.t.v. um 15-20%) verður aflað en þar virðist horft til frekari virkjana á svæðum Hitaveitu Suðurnesja, s.s. í Krþsuvík.Tafla tekin á bls. 19 i áliti Skipulagsstofnunar sem nálgast má hér.
Umhverfismat fyrir orkuöflun er að mestu leyti ólokið. Umhverfismat Bitru virkjunarinnar er liður í því og rennur frestur almennings til þess að gera athugasemdir til Skipulagsstofnunar út þann 9. nóvember.
Birt:
Tilvitnun:
Landvernd „Landvernd kærir ákvörðun Skipulagsstofnunar“, Náttúran.is: 31. október 2007 URL: http://nature.is/d/2007/10/31/landvernd-krir-kvrun-skipulagsstofnunar/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.