Samnorræn námsstefna um orkunýtni í samgöngum og fiskveiði á dreifbýlissvæðum.
Samnorræn námsstefna verður haldin í Orkugarði dagana 3-4 desember n.k. um orkuný tni í samgöngum og fiskveiðum á Norrænum dreifbýlissvæðum.
Dagskrá verður fjölbreytt og hnitmiðuð, en markmið námsstefnunnar eru að svara eftirfarandi spurningum:
Er það óhjákvæmilegt fyrir Norræn dreifbýli að vera eins háð jarðefnaeldsneyti og raun ber vitni?
Hver er staðan á tækniframförum á sviði orkuný tni?
Hver er ávinningur þess að bæta orkuný tni samgangna og fiskveiðiflotans?
Hvernig geta stjórnmál haft áhrif á jákvæða umbreytingu í orkuný tni farartækja á landi og til sjávar?
Umræða fer fram um alla fyrirlestra sem fluttir verða á námsstefnunni.
Vonast er til að námsstefnan leiði í ljós gagnlegar upplýsingar sem komi til með að nýtast við gerð hvítbókar fyrir samnorræna orkustefnu.
Allir eru velkomnir!
Vinsamlegast sendið tölvupóst á inga.d.gudmundsdottir@os.is til að staðfesta þátttöku. Sjá nánari dagskrá
Birt:
Tilvitnun:
Inga Dóra Guðmundsdóttir „Samnorræn námsstefna um orkunýtni í samgöngum og fiskveiði á dreifbýlissvæðum.“, Náttúran.is: 24. nóvember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/11/24/samnorraen-namsstefna-um-orkunytni-i-samgongum-og-/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.