Umræður um hvalveiðar hafa verið líflegar undanfarna daga. í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöld tókust á Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf og Sigursteinn Másson, talsmaður Alþjóðadýraverndunarsjóðsins (IFAW).

Líkt og við mátti búast færðist fljótt harka í leikinn og undir lok þáttarins lét Kristján Loftsson í ljósi megna andúð sína á þeim samtökum sem Sigursteinn talar fyrir. Fullyrti hann að á vefsíða IFAW gengi allt út á að betla peninga „donate" (leggið okkur til fé). Þessi samtök, sagði Kristján Loftsson, væru samansafn hvítflibbabetlara.

Þetta þótti okkur koma úr hörðustu átt því Kristján Loftsson hefur fyrir löngu sagt sig til sveitar hjá íslenska ríkinu. Samkvæmt samantekt sem Þorsteinn Siglaugsson gerði fyrir IFAW og Náttúruverndarsamtök Íslands árið 2007 hafa íslensk stjórnvöld lagt hundruði milljóna af almannafé í það vonlausa verkefni að endurreisa hvalveiðar líkt og þær voru stundaðar hér á landi fyrir árið 1986. Allt fyrir þrönga hagsmuni Kristjáns.

Sjá skýrslu Þorsteins
- Iceland’s Cost of Whaling and Whaling-Related projects 1990-2006
Birt:
29. janúar 2009
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „„Hvítflibbabetlarar" “, Náttúran.is: 29. janúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/01/29/hvitflibbabetlarar/ [Skoðað:3. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: