Náttúran í ull
„Náttúran í ull“ er nýtt fyrirtæki ungrar konu í Miðfirði, Pálinu F. Skúladóttur, en hún hannar prjónavörur úr einbandi sem hún jurtalitar sjálf en jurtirnar tínir hún að mestu leiti í nágrenni við heimili sitt á Laugarbakka í MIðfirði.
Nú hefur Pálina opnað vefinn natturaniull.is en tilgangur vefsins er að markaðssetja prjónaðar vörur Pálínu úr jurtalitaðri ull. Þar má sjá kjóla, kraga, handstúkur, peysur og vesti. Allar flíkur frá „Náttúrunni í ull" eru úr jurtalitaðri íslenskri einspinnu. Flíkurnar eru að mestu leyti handprjónaðar eða heklaðar. Hvar flík er einstök, bæði hönnun og litur. Gestir vefsins geta skoðað myndir af fatnaði og haft samband ef þeir hafa áhuga á að kaupa vöru eða sérpanta vöru í líkingu við þær sem hægt er að skoða á vefnum.
Náttúran í ull mun sýna framleiðslu sína á hönnunarsýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur sem haldin verður frá 30. október til 2. nóvember nk.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúran í ull“, Náttúran.is: 18. október 2009 URL: http://nature.is/d/2009/10/18/natturan-i-ull/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. ágúst 2010