Í dag 23. maí kl. 13:00 – 15:00 verður hinn árlegi plöntuskiptadagur í Grasagarði Reykjavíkur í Laugardal fyrir félaga í Garðyrkjufélags Íslands. 

Þeir félagar sem áhuga hafa á plöntuskiptum koma með plöntur sínar merktar í pottum og geta haft skipti á þeim við aðra félaga. Nægjanlegt er t.d. að skrifa nafn plöntunnar á þvottaklemmu og klemma henni á pottinn eða skrifa nafnið með tússi utan á ílátið sem plantan er í eða merkja plönturnar á einhvern annan hátt. Leyfilegt er að koma með allar tegundir af  plöntum, þ.e. tré, runna, fjölæringa, stiklinga, matjurtir og sumarblóm. Hver félagi má koma með eins margar plöntur og hann vill. Athugið að einstaklingurinn skiptir á plöntu á móti plöntu á eigin ábyrgð án afskipta Garðyrkjufélagsins. Þar sem að margir ungir og upprennandi nýir félagar hafa ekkert til skiptanna er eðlilegt að þeim bjóðist að kaupa afgangs plöntur gegn mjög vægu gjaldi eða á kostnaðarverði.

Garðyrkjufélagið vill beina þeim tilmælum til allra að ganga vel um Grasagarðinn og skilji ekkert rusl eftir í garðinum.

Plöntuskiptin fara fram á grasflötinni vestan við garðskálann. Kaffihúsið Café Flóra verður opið og því tilvalið að fá sér kaffisopa eftir góð plöntuskipti.

Mynd: Salvíuplanta, sáð 10. apríl, mynd tekin 9. maí 2009. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
May 23, 2009
Tilvitnun:
Garðyrkjufélag Íslands „Plöntuskiptadagur Garðyrkjufélagsin er í dag“, Náttúran.is: May 23, 2009 URL: http://nature.is/d/2009/05/23/plontuskiptadagur-garoyrkjufelagsin-er-i-dag/ [Skoðað:June 14, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: