Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun vilja vekja athygli fjölmiðla á tímaáætlun dagsins við björgun hvítabjarnarins á Skaga.

- Carsten Gröndal kemur frá Kaupmannahöfn og lendir á Akureyrarflugvelli um kl. 14:30. Þaðan mun Landhelgisgæslan fljúga með hann að Hrauni á Skaga.

- Hjalti Guðmundsson og Bjarni Pálsson frá Umhverfisstofnun eru á leið til Akureyrar og verða þar um hádegi. Þaðan verður ekið með búr undir dýrið og er áætlað að komið verði með það á vettvang á milli kl. 17:00 og 18:00. Þá hefjast aðgerðir við að deyfa dýrið og koma því í búr.

- Athygli er vakin á því að svæðið er og verður lokað almenningi. Þá er því sérstaklega beint til flugmanna að fljúga ekki lágflug yfir svæðið og nú er í gildi 7 mílna flugbann.

Nánari upplýsingar verða sendar fjölmiðlum eins fljótt og hægt er. Einnig er hægt að hafa samband við Hjalta Guðmundsson hjá Umhverfisstofnun í síma 8224079 og Guðmund Hörð Guðmundsson, upplýsingafulltrúa umhverfisráðuneytisins, í síma 8680386.

Nokkrar hugmyndir hafa komið fram um nafn á björninn. Ein þeirra er Ófeigur. Ef bætt er við nafninu Björn erum við búin að „secreta“ örlög bjarnar í samræmi við gilidi stofnsins.

Ljósmynd: Fréttablaðið.
Birt:
17. júní 2008
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Ófeigur Björn“, Náttúran.is: 17. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/17/ofeigur-biour-aogeroa/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: