Í fréttatilkynningu frá Sól á Suðurlandi segir:

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra þáði í vikunni boð heimamanna við Þjórsá á óformlegan fund og kynnisferð upp með Þjórsá. Heimamenn og stuðningsfólk þeirra fóru þar yfir ýmsar hliðar málsins sem tþnst hafa í einhliða kynningu Landsvirkjunar.

Eitt af því er álit Páls Einarssonar jarðfræðings sem varaði við framkvæmdunum vegna jarðskjálftahættu í skýrslu sem fylgdi umhverfismati. Sú skýrsla var á ensku og hefur ekki verið þþdd fyrr en samtökin Sól á Suðurlandi sáu til þess. Ólafur Sigurjónsson í Forsæti sýndi ráðherranum og aðstoðarmanni hans sprungusvæði í Flóa, en því næst var ekið að Þverá og sumarbústöðum í landi Haga í Þjórsárdal, þar sem Björg Eva Erlendsdóttir á Hamarsheiði og fleiri Gnúpverjar sýndu ráðherranum svæðið sem Landsvirkjun vill sökkva undir lón.

 

Við Þverá eru enn uppi skilti heimamanna þar sem sýnd er áætluð lónshæð og hverskonar náttúra í mynni Þjórsárdals hverfur undir ísgrátt lón. Að lokinni skoðunarferð var haldið í Skaftholt í Gnúpverjahreppi þar sem á um tveir tugir heimamanna biðu með heimagerðar veitingar. Þar má nefna og laxasalat úr Þjórsárlaxi og grænmeti ræktað á Þjórsárbökkum. Heimamönnum þótti mikils um vert að fá tækifæri til að bjóða ráðherranum heim og vænta góðs af samstarfi við Þórunni áfram.

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hafa nú öll á skömmum tíma orðið við óskum fólksins við Þjórsá um að hitta fulltrúa landeigenda, sumarhúsafólks og Sólarsamtakanna og hlýða á þeirra viðhorf.

Samtökin Sól á Suðurlandi þakka ráðherrunum öllum fyrir að hafa sýnt málstað þeirra áhuga og velvild. Á næstunni verður ráðherrum Sjálfstæðisflokksins einnig boðið til viðræðna, en sem kunnugt er fer fjármálaráðherra með ríkishlutabréfið í Landsvirkjun. Heimamenn sem komið hafa að starfi Sólar á Suðurlandi telja að Landsvirkjun hafi haft of mikið sjálfdæmi við undirbúning Þjórsárvirkjana í Árnes- og Rangarvallasýslu. Athygli vekur að orkufyrirtækið virðist vera beggja vegna borðsins við gerð áhættumats og samninga. Menn velta því einnig fyrir sér hvort eðlilegt sé að Landsvirkjun greiði lögfræðingum landeigenda varnarlaunin, eins og raunin er!

Samkvæmt upplýsingum ráðherranna eru Þjórsárvirkjanirnar þrjár ekki á borði ríkisstjórnarinnar sem stendur, heldur er málið í höndum heimamanna. Sól á Suðurlandi telur ýmislegt í undirbúningsferlinu á þann veg að það ætti fullt erindi inn á ríkisstjórnarfund. Hitt er rétt að sveitarstjórnir bæði í Flóahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi, eiga eftir að samþykkja aðalskipulag. Ákvarðanir í héraði ráða því miklu um hvert framhaldið verður.

Verði hagsmunir heimamanna hafðir að leiðarljósi hljóta sveitarstjórnir að bíða bæði vel og lengi með að samþykkja aðalskipulag að vilja Landsvirkjunar. Unnendur Þjórsár, trúa því að það verði aldrei gert.

Sól á Suðurlandi.

Ólafur og Bergþóra 4863335,8944835
Guðfinnur og Atie 4866002
Halldóra 8928202
Alda 4863430, 8693569

Birt:
13. ágúst 2007
Höfundur:
Sól á Suðurlandi
Tilvitnun:
Sól á Suðurlandi „Sól skín á ráðherra við Þjórsá“, Náttúran.is: 13. ágúst 2007 URL: http://nature.is/d/2007/08/13/sl-skn-rherra-vi-jrs/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 14. ágúst 2007

Skilaboð: