REACH - Ný reglugerð um efnanotkun
Af hverju þarf að setja reglugerð um notkun efna og tilbúinna efna? Það er gert til varnar okkur neytendum. Árið 1981 voru yfir 100.000 efni á markaði og ný efni sem hafa komið á markað síðan eru um 4000.
REACH, ný reglugerð Evrópusambandsins um efni tók gildi í Evrópu þann 1. júní 2007. REACH kveður á um skráningu, mat, leyfisveitingar og takmarkanir á notkun efna innan Evrópusambandsins. Aðalmarkmið reglugerðarinnar er að vernda heilsu manna og umhverfi sem mest fyrir áhrifum efna, liðka fyrir samkeppni í efnaiðnaði og efla þróun nýrra efna í Evrópu.
REACH er EB-reglugerð sem þýðir að einungis er hægt að innleiða hana í heild sinni og á sama hátt í öllum aðildarríkjum. Það sama gildir um EFTA löndin. Gert er ráð fyrir að gildistaka REACH á Íslandi verði á síðari hluta þessa árs.Í tilefni gildistöku REACH í Evrópu hefur verið sett upp upplýsingasíða um REACH á heimasíðu UST. Á henni má finna upplýsingar um grunný ætti REACH og áhrif reglugerðarinnar á fyrirtæki sem framleiða, flytja inn, nota eða dreifa efnum. Einnig má finna tengla inn á ýmsar gagnlegar erlendar heimasíður.
Sjá nánar á upplýsingasíðu UST um reglugerðina.
Myndin er af http://ec.europa.eu/environment/chemicals/reach/reach_intro.htm
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfisstofnun „REACH - Ný reglugerð um efnanotkun“, Náttúran.is: 3. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/03/reach-n-regluger-um-efnanotkun/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 9. júlí 2007