Umhverfis- og orkurannsóknasjóður Orkuveitu Reykjavíkur (UOOR) hefur verið starfræktur síðan árið 2007 og stutt fjölda rannsóknaverkefna á sviði umhverfis- og orkumála. Niðurstöður 8 verkefna verða kynntar með framsöguerindum og á þriðja tug veggspjalda sem verða til sýnis á ráðstefnu UOOR sem haldin verður föstudaginn 14. maí kl. 13:00-16:30 í höfustöðvum OR, Bæjarhálsi 1.

Dagskrá

Setning
Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur

CarbFix - Kolefnisbinding í bergi
Sigurður Reynir Gíslason, Háskóla Íslands

Náttúrulegt varmatap jarðhitasvæða og kæling bergs og kviku
Magnús Tumi Guðmundsson, Háskóla Íslands

Endurheimt staðargróðurs á Hengilssvæðinu
Ása L. Aradóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands

SKÓGVATN - Áhrif skógræktar og landgræðslu á vatnsgæði og vatnalíf
Bjarni Diðrik Sigurðsson, Landbúnaðarháskóla Íslands

Kaffiveitingar og veggspjöld kynnt

Mat á þjónustu vistkerfa: Heiðmörk
Kristín Eiríksdóttir, Háskóla Íslands

Nýting efna í jarðhitagasi
Guðmundur Óli Hreggviðsson, Matís

Rafmagnsbílar og íslenskur efnahagur
Jóhann Sigurðsson og Héðinn Þorkelsson, Háskólanum í Reykjavík

E-Transport. Modelling the transition from conventional to electric vehicles in Icelandic private transport using System Dynamics
René Biasone, Háskóla Íslands

Afhending styrkja og ráðstefnuslit
Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri OR

Fundarstjóri: Jakob Sigurður Friðriksson, framkvæmdastjóri framleiðslu og sölu Orkuveitu Reykjavíkur. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis, en þátttakendur eru beðnir að skrá sig í síma 516-6000 fyrir 13. maí.

Birt:
10. maí 2010
Tilvitnun:
Eiríkur Hjálmarsson „Ráðstefna Umhverfis- og orkurannsóknasjóðs“, Náttúran.is: 10. maí 2010 URL: http://nature.is/d/2010/05/10/radstefna-umhverfis-og-orkurannsoknasjods/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: