Orð dagsins 31. janúar 2008
Bílaframleiðendurnir Volvo og Scania hafa tekið upp samstarf við nýsköpunarfyrirtækið Ranotor um þróun gufuvéla fyrir bíla. Fyrst um sinn er ætlunin að nýta gufuvélarnar sem hjálparvélar með hefðbundnum bensín- eða díselvélum. Á tæknimáli er þetta kallað „BC-Hybrid“, þar sem „BC“ er skammstöfun fyrir „Bottoming-Cycle“. Gufuvélin er þá staðsett fyrir aftan aðalvélina og ný tir sér þá orku sem annars myndi tapast út um púströrið. Með þessu móti er hægt að notast við minni bensín- eða díselvél en ella, án þess að krafturinn minnki. Vonir standa til að með þessu móti megi minnka eldsneytisnotkun þyngstu farartækjanna um allt að 20%. Framhald verkefnisins ræðst að nokkru af því hvernig gengur að útvega fjármagn til áframhaldandi þróunar, en ef allt gengur að óskum gæti þessi tækni verið orðin útbreidd í bílum eftir 5-7 ár, að mati sérfræðinga Volvo. Umrædd tækni á ekkert skylt við gufuvélar 19. aldarinnar. Hún er samt ekki ný af nálinni, því að verkfræðingurinn Ole Platell hefur unnið að þróun hennar a.m.k. síðustu 40 ár.
Lesið frétt Miljörapporten í gær Orð dagsins birtast einnig á vef Staðardagskrá 21 á Íslandi samband.is/dagskra21.
Lesið frétt Miljörapporten í gær Orð dagsins birtast einnig á vef Staðardagskrá 21 á Íslandi samband.is/dagskra21.
Birt:
31. janúar 2008
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orð dagsins 31. janúar 2008“, Náttúran.is: 31. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/31/oro-dagsins-31-januar-2008/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.