Stykkishólmsbær fer alla leið í flokkun sorps
Stykkishólmsbær hefur unnið ötullega að umhverfismálum í sveitarfélaginu á undanförnum árum og hefur metnaðarfulla umhverfisstefnu að leiðarljósi. Nú þegar hefur sveitarfélagið fengið Green Globe Benchmarked vottun sem er merki þeirra fyrirtækja og samfélaga sem hafa náð viðmiðum Green Globe og vinna að fullnaðarvottuninni Green Globe Certified. Til þess að hljóta endanlega vottun þarf sveitarfélagið því að uppfylla margþætt umhverfisskilyrði þ.á.m. á sviði endurvinnslu og moltugerðar innan sveitarfélagsins.
Fyrst allra sveitarfélaga á Íslandi mun Stykkishólmsbær því taka skrefið til fulls í flokkun sorps og hefja flokkun á sorpi og moltugera lífrænan úrgang frá öllum heimilum bæjarfélagsins.
Stykkishólmsbær og Íslenska gámafélagið munu í dag undirrita samning um endurvinnslu og moltugerð í sveitarfélaginu. Athöfnin fer fram kl. 17:00 í Vatnasafninu í Stykkishólmi að Bókhlöðustíg 19.
Sjá hér á Grænum síðum hvaða fyrirtæki og samfélög hafa náð markmiðum Green Globe Benchmarked.
Sjá hér á Grænum síðum hvaða fyrirtæki og samfélög hafa náð markmiðum Green Globe Certified.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Stykkishólmsbær fer alla leið í flokkun sorps“, Náttúran.is: 15. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/15/stykkisholmsbaer-fer-alla-leio-i-flokkun-sorps/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 16. nóvember 2007