Samfélagssjóður Landsbankans hefur auglýst umhverfisstyrki til umsóknar og er þetta í annað sinn sem bankinn veitir slíka styrki. Alls veitir bankinn fimm milljónum króna til að styrkja umhverfis- og náttúruvernd.

Verkefni sem einkum koma til greina eru:

  • Verkefni á sviði náttúruverndar, t.a.m. skógrækt, landgræðsla og hreinsun landsvæða.
  • Verkefni er tengjast rannsóknum á náttúrugæðum.
  • Verkefni er styðja betra aðgengi fólks að náttúru landsins.
  • Verkefni er nýtast til verndar landsvæðum, t.d. vegna ágangs búfénaðar eða ferðamanna.
  • Verkefni er auka þekkingu og vitund almennings á umhverfismálum.
  • Verkefni er hvetja til umhverfisvæns hátternis.

Dómnefnd verður skipuð sérfræðingum á sviði náttúru- og umhverfisverndar. Sótt er um umhverfisstyrki rafrænt, á www.landsbankinn.is. Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl 2012.

Samfélagssjóður Landsbankans hefur það hlutverk að veita styrki til verðugra verkefna. Árlega eru veittir ferns konar styrkir: Námsstyrkir, samfélagsstyrkir, nýsköpunarstyrkir og umhverfisstyrkir.

Markmið Landsbankans með því að veita umhverfisstyrki er í takti við stefnu bankans um samfélagslega ábyrgð. Landsbankinn ætlar að taka virkan þátt í að byggja upp sjálfbært samfélag þar sem efnahags-, samfélags- og umhverfismálum er fléttað saman við starfshætti bankans.

 

Birt:
13. apríl 2012
Uppruni:
Landsbankinn
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Umhverfisstyrkir Landsbankans auglýstir í annað sinn“, Náttúran.is: 13. apríl 2012 URL: http://nature.is/d/2012/04/13/umhverfisstyrkir-landsbankans-auglystir-i-annad-si/ [Skoðað:30. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 27. apríl 2012

Skilaboð: