Á sýningunni Vistænn lífsstíll sem haldin var í Perlunni þ. 25.-26. apríl kynnti verslunin Þumalína vöruúrval sitt sem samanstendur m.a. af umhverfisvænum mæðra- og ungbarnafatnaði og lífrænum húðvörum. Þumalína hefur á boðstólum viðurkennd vörumerki s.s.:People Tree, JoHa og Organic Babies.

Á vef Þumalínu segir m.a.:

  • Vörur okkar eru framleiddar með efnum og aðferðum sem endurspegla virðingu fyrir manninum og náttúrunni.
  • Við leggjum áherslu á vörur sem stuðla að vellíðan barns og móður og annarra sem nota vörurnar.
  • Við leggjum áherslu á að fatnaður og efni sem snerta húð barns og móður séu laus við eiturefni og önnur ertandi áhrif sem eru alltof algeng í nútíma umhverfi.
  • Við leggjum líka áherslu á að vörur okkar hafi verið framleiddar án þess að náttúran eða starfsmenn við framleiðslu beri skaða af og viljum þannig stuðla að því að heimur barnanna okkar verði ekki síðri en okkar eigin.
Verslunin Þumalína er að Skólavörðustíg 41. Sjá vef Þumalínu.
Myndin er af Oddnýju Jónsdóttur framkvæmdastjóri og einum eiganda Þumalínu á kynningunni í Perlunni.
Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
28. apríl 2008
Uppruni:
Þumalína
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Umhverfisvænt-, mæðravænt, barnvænt - Þumalína“, Náttúran.is: 28. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/28/umhverfisvaent-maeoravaent-barnvaent-thumalina/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 29. apríl 2008

Skilaboð: