Sjálfbærni á tímamótum
Félag umhverfisfræðinga á Íslandi efnir til málþings á Hótel Sögu, Yale-fundarsal, 2. hæð, þriðjudaginn 2. desember 2008, kl. 15:00-17:30 en á málþinginu verður mikilvægi sjálfbærrar þróunar í uppbyggingu þjóðfélagsins eftir áföll síðustu vikna tekið til umræðu. Breyttar aðstæður í þjóðfélaginu kalla á endurskoðun þeirra gilda og hugmynda sem við byggjum samfélag og efnahagskerfi okkar á. Bent hefur verið á að í slíkri uppbyggingu sé nauðsynlegt að horfa til hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar, þeirrar þróunar sem gerir okkur kleift að mæta þörfum okkar, án þess að stefna í voða möguleikum komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum. Þannig þurfi þróun efnahagslífs, félagslegur jöfnuður og umhverfisvernd að fara saman ef tryggja eigi öllum jarðarbúum og komandi kynslóðum viðunandi lífsskilyrði.
Í þeirri umræðu sem nú fer fram í samfélaginu er mikilvægt að auka skilning á raunverulegu gildi sjálfbærrar þróunar við uppbyggingu samfélagsins, ekki síst í nýsköpun.
Dagskrá málþingsins:
Í þeirri umræðu sem nú fer fram í samfélaginu er mikilvægt að auka skilning á raunverulegu gildi sjálfbærrar þróunar við uppbyggingu samfélagsins, ekki síst í nýsköpun.
Dagskrá málþingsins:
- Setning - Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Félags umhverfisfræðinga á Íslandi
- Umhverfisvernd sem höfuðgildi Íslendinga - gott orðspor í umhverfismálum - Gunnar Hersveinn, rithöfundur
- Feminismi og náttúruvernd - Irma Erlingsdóttir, forstöðukona RIKK, Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum, Háskóla Íslands
- „Natural Capitalism" - Brynhildur Davíðsdóttir, dósent í umhverfis- og auðlindafræðum, Háskóla Íslands
- Sjálfbærni og nýsköpun - Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
- Umræður
Birt:
21. nóvember 2008
Tilvitnun:
Félag umhverfisfræðinga „Sjálfbærni á tímamótum“, Náttúran.is: 21. nóvember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/11/21/sjalfbaerni-timamotum/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.