Þýskir verkfræðingar hefja framleiðslu á Hybrid bílum
Mercedes er mikill frumkvöðull hvað varðar "græna" bíla. Af þeim 19 bílum sem verða sýndir eru 7 þeirra hybrid og 8 hafa Bluetec clean diesel tæknina sem var þróuð í samstarfi við Daimler/Chrysler og VW.
Kóngur götunnar er án efa Mercedes S-class bíll með bæði Bluetex og hybrid. Í fréttatilkynningum kemur fram að bíllinn muni vinna eins og 8 strokka vél, en að 224 hestöflin úr 4 strokkum muni eyða rúmum 5,4 lítrum á hundraðið (43.5 mpg).
Þjóðverjar hafa einnið fundið upp á betri lausn hvað varðar jepplinga: Minni jepplinga. VW hefur bundið miklar vonir við Tiguan, sem er minni útgáfa af Touran og Audi lofar einnig Q5, sem er töluvert minni en Q7.
BMW hefur staðfest þróun á X6, sem mun líta út eins og X5 - nema minni.
Porsche hefur í nokkur ár lofað hybrid útgáfu af Cayenne jeppunum. Því hefur mikil eftirvænting skapast á þeirri útgáfu.
Þþskir bílaframleiðendur eiga mikið hrós skilið.
Frétt og mynd tekin af Treehugger
Birt:
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Þýskir verkfræðingar hefja framleiðslu á Hybrid bílum“, Náttúran.is: 10. september 2007 URL: http://nature.is/d/2007/09/10/skir-verkfringar-hefja-framleislu-hybrid-blum/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 8. ágúst 2008