Ný heildarstefnu Orkuveitu Reykjavíkur samþykkt
Á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur þ. 30 des. sl. var ný heildarstefna fyrirtækisins samþykkt. Nær stefnan meðal annars til hlutverks, framtíðarsýnar og meginmarkmiða fyrirtækisins. Sjálfbærni rekstursins er leiðarstef stefnunnar og er í skjalinu skerpt á umhverfissjónarmiðum, afkomuviðmiðum og samfélagslegum þáttum rekstursins. Samstaða var um stefnumótunina í stjórn og hún samþykkt einróma.
Stefnumótunin er unnin samkvæmt ákvörðun eigendafundar Orkuveitu Reykjavíkur í febrúar 2008 og hefur meginhluti starfsins farið fram á þessu ári. Að stefnumótuninni hafa, auk stjórnarmanna, komið starfsfólk fyrirtækisins, hagsmunaaðilar og ráðgjafar. Dr. Runólfur Smári Steiný órsson, prófessor við Háskóla Íslands, var sérstakur ráðgjafi stjórnar í stefnumótunarvinnunni en það var ráðgjafarfyrirtækið Par-X, sem hélt utan um starfið.
Sjá stefnu fyrirtækisins í heild.
Mynd: Heillishieðarvirkjun, Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ný heildarstefnu Orkuveitu Reykjavíkur samþykkt“, Náttúran.is: 2. janúar 2010 URL: http://nature.is/d/2010/01/02/ny-heildarstefnu-orkuveitu-reykjavikur-samthykkt/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.