Það gæti kostað svo sem 190 milljarða Bandaríkjadala á ári (jafnvirði tæpra 13.000 milljarða ísl. kr.) að útrýma fátækt í heiminum, sjá öllum fyrir heilsugæslu, koma jafnvægi á mannfjölgun, útrýma ólæsi, endurreisa fiskistofna og stöðva hlýnun loftslags af mannavöldum. Þarna er um verulega fjármuni að ræða, en þó er þetta aðeins um þriðjungur þess fjármagns sem Bandaríkjamenn verja til hermála árlega og um 16% af árlegum heildarútgjöldum heimsbyggðarinnar til sama málaflokks. Þessir kostnaðarútreikningar koma fram í nýrri útgáfu af metsölubók Lesters Brown, Plan B 3.0.

Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag.

Orð dagsins birtast einnig á vef Staðardagskrá 21 á Íslandi samband.is/dagskra21.
Birt:
7. mars 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orð dagsins 7. mars 2008“, Náttúran.is: 7. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/07/oro-dagsins-7-mars-2008/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: