Ímyndun - Lífrænt ræktuð leikföng
Ragnhildur Jónsdóttir útskrifaðis úr deild þrívíðrar hönnunar LHÍ nú í vor. Á útskriftarsýningu nemenda í Listassafni Reykjavíkur, sýndi hún m.a. þessi lífrænu leikföng. Hugmyndin byggir á nútíma markaðssetningu gömlu íslensku leikfanganna úr sveitinni; kjálkum, hornum, leggjum og tönnum úr búfénaði. Beinin eru „markaðssett“ í lofttæmdum umbúðum, í neytendapakkningum, undir yfirskriftinni Ímyndun - Lífrænt ræktuð leikföng. Tilvísunin í að ímyndunaraflið hafi verið glætt með þessum leikföngum barnanna hér áður fyrr, og þannig fulkomnlega uppfyllt þau skilyrði sem gott leikfang þarf að uppfylla, er skemmtilegt mótvægi við plastleikföng nútímabarna, og umhugsunarvert mótvægi við hraukana af plastdóti sem fyrirfinnast á flestum barnaheimilum í dag. Því ekki að markaðssetja beinin í raunveruleikanum og sjá hvernig viðbrögðin verða?
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ímyndun - Lífrænt ræktuð leikföng“, Náttúran.is: 4. ágúst 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/20/imyndun_leikf/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. mars 2007
breytt: 3. maí 2007