Orð dagsins 1. júlí 2008

Bannað verður að urða niðurbrjótanlegan úrgang í Noregi frá og með 1. júlí 2009. Norska umhverfisráðuneytið gaf út tilkynningu um þetta í gær, en bannið hefur verið í undirbúningi frá því á árinu 2004 að tillögu Umhverfisstofnunar Noregs (SFT). Urðunarbanninu er ætlað að leiða til aukinnar endurvinnslu, svo sem á pappír, timbri, taui og matarleifum.

Árið 2005 voru urðuð um 600.000 tonn af lífrænum úrgangi í Noregi. Urðunarbannið á að tryggja að allur þessi úrgangur verði endurnýttur, annað hvort með endurvinnslu efnisins eða orkuvinnslu. Um leið er spornað gegn losun gróðurhúsalofttegunda, útskolun hættulegra efna, lyktarvandamálum, smithættu, útbreiðslu meindýra, hávaða og landbruðli.
Lesið frétt á heimasíðu SFT í gær

Birt:
1. júlí 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Urðun niðurbrjótanlegs úrgangs bönnuð að ári“, Náttúran.is: 1. júlí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/07/01/uroun-niourbrjotanlegs-urgangs-bonnuo-ao-ari/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: