Morgunverðarfundur um landslagsgreiningu
Í tilefni af 50 ára afmæli VSÓ Ráðgjafar býður fyrirtækið til morgunverðarfundar miðvikudaginn 3. desember kl. 8:30 til 10:00 á Grand Hótel.
Á fundinum verður fjallað um landslagsgreiningu og þau tækifæri sem hún býður upp á í tengslum við skipulagsvinnu og ákvörðun um útfærslu framkvæmda.
Dagskrá:
- Hugtakið „Landslag“ og regluverkið - Rut Kristinsdóttir, sviðstjóri á Skipulagsstofnun
- Landslagsgreining við mat á umhverfisáhrifum framkvæmda - Auður Magnúsdóttir og Sebastian Peters, frá VSÓ Ráðgjöf.
- Landslagsgreining í aðalskipulagsvinnu - Bodil Mortensen frá NIRAS Konsulentene í Danmörku hefur í samvinnu við danska umhverfisráðuneytið þróað nýja aðferðarfræði við landslagsgreiningu. Aðferðafræðin leitast við að samtvinna hagsmuni og varðveislu landslagsins og vinnu við skipulagsgerð.
Bodil kynnir nýja danska aðferðafræði við landslagsgreiningu sem auðveldar framsetningu á grunnupplýsingum og tryggir almenningi betur möguleika á að fylgja eftir gæðum landslagsins og einstaka þáttum í umhverfinu.
Aðferðin byggir á því að landinu er skipt niður í svæði eftir einkennum landslags. Innan hvers svæðis er landið metið; ástand landslagsins og útlit og hversu viðkvæmir drættir þess eru. Landslagsgreiningin er síðan tengd stefnumótun sveitarfélagsins og framsetningu á þeim breytingum sem ný landnotkun leiðir af sér.
Hvað er landslagsgreining:
Landslagið er mótað af kröftum náttúrunnar og sambýli við manninn. Það er sameign og ber öll merki af athöfnum okkar í aldanna rás.
Fundurinn er ætlaður sveitarstjórnarmönnum, ráðgjöfum sveitarfélaga, skipulagsfræðingum, arkitektum, landslagsarkitektum og öðru áhugafólki um skipulagsmál. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 2. desember n.k til vso@vso.is
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Morgunverðarfundur um landslagsgreiningu“, Náttúran.is: 26. nóvember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/11/26/morgunveroarfundur-um-landslagsgreiningu/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.