Hjóladagur í Vesturbænum á laugardag
Laugardaginn 28. apríl verður Hjóladagur í Vesturbænum þar sem hjól og hjólreiðafólk af öllum stærðum og gerðum verða í forgrunni. Skrúðhjólatúr, hjólakeppni, flóamarkaður, skiptihjólamarkaður og fleira.
Dagskrá:
Kl. 10:00-12:00 - Viðgerðatorg - Fáðu aðstoð og góð ráð við að koma hjólinu í stand.
Kl. 10:00-12:00 - Skiptihjólamarkaður - Tilvalið tækifæri til að hreinsa úr görðum, skúrum og geymslum. Skipta út götuhjóli fyrir fjallahjól, fá stærri hjól fyrir stækkandi börn eða lítil hjól fyrir nýja hjólreiðamenn.
Kl. 11:00 - Skrúðhjólatúr - Lagt af stað frá Hagaskóla. Hjólað eftir Ægisíðu, upp Dunhaga að Hagaskóla.Hjól af öllum stærðum og gerðum. Tónlist og fjör, klemmum spil á teinana og tökum undir!
Kl. 12:00 - Tour de Vesturbær - Hjólreiðakeppni sem hefst kl. 12:00 hjá Hagaskóla - Skráning á staðnum.
Kl. 13:00 - Þrautabraut - Þrautabraut fyrir yngri krakkana - Lögreglumaður kemur og athugar ástand hjóla.
Flóamarkaður og veitingar - Starfsfólk Hagaskóla stendur fyrir flóamarkaði og veitingasölu. Á markaðnum verður fjölbreyttur varningur til sölu.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hjóladagur í Vesturbænum á laugardag“, Náttúran.is: 26. apríl 2012 URL: http://nature.is/d/2012/04/26/hjoladagur-i-vesturbaenum-laugardag/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.