Landbúnaðarsýningin á Hellu 22.-24. ágúst
Í tilefni af 100 ára afmæli Búnaðarsambands Suðurlands 2008 verður haldin glæsileg og viðamikil landbúnaðarsýning á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 22.-24. ágúst 2008. Landbúnaðarsýningin á Hellu 2008 verður ein stærsta sýning sinnar tegundar sem haldin hefur verið hérlendis um árabil. Sýningin verður þróunar- og tæknisýning jafnframt því sem hún mun kynna hlutverk og stöðu íslensks landbúnaðar í þjóðfélaginu.
Markmið:
Markmið sýningarinnar er að kynna fjölbreytileika íslensks landbúnaðar, hátt tæknistig og þá miklu þekkingu sem er til staðar innan greinarinnar.
Fyrir hverja?
Sýningin verður fjölbreytt og viðamikil; hvort tveggja í senn metnaðarfull fagsýning fyrir landbúnaðinn og tengdar greinar og neytendasýning fyrir almenning.
OpnFöstudagur 22. ágúst 2008, kl. 14.00-20.00 (miðasala hefst kl. 14, lokar kl. 19.00)
Laugardagur 23. ágúst 2008, kl. 10.00-20.00 (miðasala lokar kl. 19.00)
Sunnudagur 24. ágúst 2008, kl. 10.00-18.00 (miðasala lokar kl. 17.00)
Birt:
Tilvitnun:
Búnaðarsamband Suðurlands „Landbúnaðarsýningin á Hellu 22.-24. ágúst“, Náttúran.is: 5. ágúst 2008 URL: http://nature.is/d/2008/08/05/landbunaoarsyningin-hellu-22-24-agust/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 6. ágúst 2008