Aðventudagar Sólheima 2009
Nú eru aðventudagar Sólheima hafnir með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Vinnustofur, Listhús Sólheima og kaffihúsið Græna kannan verða með lengdan opnunartíma auk dagskrár aðventudaganna.
28. nóvember, laugardagur:
kl. 14:00. Íþróttaleikhús, Sögur og tónar, Herdís Anna Jónsdóttir og Steef Van Oosterhout leika á ýmis hljóðfæri og segja sögur
kl. 13:00 - 16:00 Ingustofa, ullarþæfing, Umsjón: Ólafur Már Guðmundsson
5. desember, laugardagur:
kl. 11:00. Sólheimakirkja, Jólastund Kirkjuskólans
kl. 14:00. Græna kannan, Ívar Helgason og söngelska fjölskyldan
9. desember, miðvikudagur:
kl. 17:30 Sólheimakirkja, tónleikar Hörpukórsins á Selfossi, stjórnandi Jörg Sondermann
12. desember, laugardagur:
kl 14:00. Íþróttaleikhús, brúðuleikhús Bernd Ogrodnik. Sýningin ber nafnið: Brot úr umbreytingu.
Opnunartímar á Aðventudögum:
Vala verslun og listhús: Virka daga kl. 14:30 til 18:00 og um helgar 14:00 til 17:00
Græna Kannan: Föstudaga, laugardaga og sunnudaga 14:00 til 17:00
Ingustofa samsýning: Opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 og um helgar 14:00 til 17:00
Vinnustofur: Virka daga kl. 09:00 til 17:00
Jólamarkaður Sólheima í Kringlunni, Reykjavík: Opinn á opnunartíma Kringlunnar dagana 11. til 13. desember (föstudag, laugardag og sunnudag).
Verið hjartanlega velkomin að Sólheimum. Aðgangur er ókeypis á viðburði Aðventudaga
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Aðventudagar Sólheima 2009“, Náttúran.is: 22. nóvember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/11/22/aoventudagar-solheima-2009/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.