Svifryksmengun yfir mörkum á nýársmorgun
Sólarhringsgildi svifryks við mælistöðina í Hlíðahverfi var 53 míkrógrömm á rúmmetra (µg/m3) á ný ársdag en við mælistöð Umhverfissviðs við Grensásveg var það undir heilsuverndarmörkum eða 33 µg/m3. Athygli vekur að um 18.00 á ný ársdag mældist hálftímagildi svifryks 455 µg/m3 í Hlíðunum - sennilega vegna flugeldaskota í hverfinu.
Sólarhringsgildi svifryks í Reykjavík mældist 17 sinnum yfir heilsuverndarmörkum á mælistöð við Grensásveginn árið 2007 en mátti fara 23 sinnum yfir samkvæmt reglugerð. „Úrkoman bjargaði árinu hvað svifryk snertir,“ segir Anna Rósa og vísar til þess að ársúrkoman í Reykjavík hafi ekki verið meiri síðan 1921. Svifryk fór til dæmis aðeins tvisvar yfir heilsuverndarmörk í mars 2007 en sá mánuður hefur oft reynst viðkvæmur fyrir svifryksmengun. Mars reyndist vera óvenju úrkomusamur 2007 en árið 2006 fór mengunin tíu sinnum yfir heilsuverndarmörk.
Árið 2008 má svifryksmegum fara 18 sinum yfir heilsuverndarmörk, 12 sinnum árið 2009, og sjö sinnum árið 2010.
Grafík: Reykskþ í Reykjavík, Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is.
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfissvið Reykjavíkurborgar „Svifryksmengun yfir mörkum á nýársmorgun“, Náttúran.is: 2. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/02/svifryksmengun-yfir-morkum-nyarsmorgun/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.