Borgarholtsskóli hlaut „Umhverfisverðlaun Reykjavíkur“ í ár
Umhverfisráð Reykjavíkur efndi til opins fundar í Tjarnarsal Ráðhússins þann 21.09.05. Flutt voru stutt erindi um heilsu og umhverfi s.s. „hollustu og hávaða“, „umhverfishamfarir og matvæli“ og „mengun og bifreiðar“.
Einnig samþykkti Umhverfisráð Reykjavíkur Álaborgarskuldbindingarnar fyrir sitt leiti en borgarráð þarf í framhaldinu einnig að undirrita skuldbindingarnar svo þær taki gildi og Reykjavíkurborg tengist þeim Evrópuborgum sem hafa staðardagská um sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Umhverfisráð samþykkti einnig að markmiðið skuli vera að Reykjavík verði „umhverfisvænasta borg norðursins“.
„Umhverfisviðurkenning Reykjavíkurborgar“ var afhent og varð Borgarholtsskóli fyrir valinu vegna markvissrar umhverfisstefnu sem fylgir markmiðum sjálfbærrar þróunar. Opnuð var sýning í tilefni 100 ára afmælis Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur (nú Umhverfisráð).
Myndin sýnir Steinunni Valdísi Óskarsdóttur borgarstjóra afhenda skólameistara Borgarholtsskóla Ólafi Sigurðssyni verðlaunaskjalið, t.h. sést Hildur Kjartansdóttir móttökufulltrúi Reykjavíkurborgar.
Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir
Einnig samþykkti Umhverfisráð Reykjavíkur Álaborgarskuldbindingarnar fyrir sitt leiti en borgarráð þarf í framhaldinu einnig að undirrita skuldbindingarnar svo þær taki gildi og Reykjavíkurborg tengist þeim Evrópuborgum sem hafa staðardagská um sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Umhverfisráð samþykkti einnig að markmiðið skuli vera að Reykjavík verði „umhverfisvænasta borg norðursins“.
„Umhverfisviðurkenning Reykjavíkurborgar“ var afhent og varð Borgarholtsskóli fyrir valinu vegna markvissrar umhverfisstefnu sem fylgir markmiðum sjálfbærrar þróunar. Opnuð var sýning í tilefni 100 ára afmælis Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur (nú Umhverfisráð).
Myndin sýnir Steinunni Valdísi Óskarsdóttur borgarstjóra afhenda skólameistara Borgarholtsskóla Ólafi Sigurðssyni verðlaunaskjalið, t.h. sést Hildur Kjartansdóttir móttökufulltrúi Reykjavíkurborgar.
Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir
Birt:
21. september 2005
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Borgarholtsskóli hlaut „Umhverfisverðlaun Reykjavíkur“ í ár“, Náttúran.is: 21. september 2005 URL: http://nature.is/d/2007/03/22/borgo_umhverfverdl/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. mars 2007
breytt: 17. ágúst 2012