Heilsufarsvandi af völdum nanóröra í uppsiglingu?
Orð dagsins 21. maí 2008
Vísbendingar hafa komið fram um að sumar gerðir af kolrörum (e: Carbon nanotubes) geti valdið svipuðum heilsufarsvandamálum og asbest, berist þau ofan í lungu manna. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar breskra og bandarískra vísindamanna, sem birtust í tímaritinu Nature Nanotechnology í gær. Kolrör voru fyrst uppgötvuð fyrir tæpum 20 árum og hafa af sumum verið kölluð undraefni 21. aldarinnar.
Að sögn eins af höfundum greinarinnar í Nature Nanotechnology hefur samfélagið ekki ráð á að nýta sér ekki kosti þessa einstaka efnis, en jafnframt hafi samfélagið ekki ráð á að eitthvað fari úrskeiðis í þeirri þróun, líkt og gerðist með asbestið á sínum tíma.
Lesið frétt EurekAlert í gær
lesið útdrátt úr greininni í Nature Nanotechnology
og fræðist meira um kolrör á Vísindavefnum
Birt:
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Heilsufarsvandi af völdum nanóröra í uppsiglingu?“, Náttúran.is: 21. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/21/heilsufarsvandi-af-voldum-nanororai-uppsiglingu/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.