Fyrirkomulag veiði á rjúpu haustið 2008
Umhverfisráðherra hefur ákveðið að fyrirkomulag rjúpnaveiða í haust verði með óbreyttu sniði frá fyrra ári og standi frá 1. til 30. nóvember. Veiðar verða heimilaðar fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Mælst er til þess að hver veiðimaður skjóti ekki fleiri en tíu fugla. Sölubann á rjúpum og rjúpnaafurðum verður áfram í gildi. Ákvörðunin byggir á mati Náttúrufræðistofnunar Íslands á veiðiþoli rjúpnastofnsins og mati Umhverfisstofnunar á heildarveiði árið 2007.
Óvænt þróun hefur orðið í rjúpnastofninum að mati Náttúrufræðistofnunar. Fækkunarskeið er afstaðið eftir aðeins tvö ár, kyrrstaða er um landið vestanvert en á austari hluta lands er fjölgun í stofninum. Að mati stofnunarinnar gætir hér hugsanlega áhrifa af þeirri miklu sóknarskerðingu sem ákveðin var síðastliðið haust en veiðidögum var þá fækkað í átján. Einnig er talið að veiðimenn hafi hlýtt hvatningu um að sýna hófsemi í veiðum.
Í ljósi þessa hefur umhverfisráðherra ákveðið að gera engar breytingar á fyrirkomulagi veiðanna og verður það því sem hér segir:
Í ljósi þessa hefur umhverfisráðherra ákveðið að gera engar breytingar á fyrirkomulagi veiðanna og verður það því sem hér segir:
- Veiðidagar verða alls átján á tímabilinu 1. til 30. nóvember.
- Veiðar verða heimilaðar fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga.
- Sölubann gildir áfram á rjúpu og rjúpnaafurðum.
- Áfram verði friðað fyrir veiði á ákveðnu svæði á Suðvesturlandi (sjá kort hér að ofan).
- Rjúpnaskyttur verða sem fyrr hvattir til að stunda hófsamar og ábyrgar veiðar.
- Virkt eftirlit verður með veiðunum á landi og úr lofti eftir því sem kostur er.
Birt:
27. september 2008
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Fyrirkomulag veiði á rjúpu haustið 2008“, Náttúran.is: 27. september 2008 URL: http://nature.is/d/2008/09/27/fyrirkomulag-veioi-rjupu-haustio-2008/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.