Náttúrumarkaðurinn er vefverslun með náttúrlegar og vottaðar vörur, og er byggður upp eins og markaður með mörgum deildum. Þú velur deild eða sérverslun „Deildir“ sem þú vilt skoða vöruúrvalið í og getur síðan farið úr einni deild í aðra hvenær sem er þvi deildirnar eru alltaf sýnilegar hér til hægri á síðunni. Þú getur einnig leitað eftir vöru eftir leitarorðum með því að slá orðið inn í leitarvélina hjá Voffa „Leita“ hér til hægri á síðunni eða leitað í „Vöruleit“ flipanum hér til hægri en þar getur þú þrengt leitina eftir framleiðanda merki eða vottun.


Að setja í körfu og fylgjast með kostnaði:

Þegar þú ert búin að tína til vörur í körfuna getur þú alltaf fylgst með hvað er komið í körfuna með því að opna körfuflipann „Karfa“. Ef þú færir bendilinn síðan yfir vöruheitið birtist ljósmynd af vörunni. Þannig getur þú stöðugt fylgst með því hvað þú hefur sett í körfuna.

Þú fylgist með sendingarkostnaði á línunni með bögglinum. Línan táknar eitt kíló, brúni liturinn er þyngd pakkans sem þú hefur þegar tekið til og græni liturinn er sú þyngd sem enn er ónýtt af einu kílói fyrir sama flutningskostnað*.

Þú sérð bæði vöruverðið, VSK-hlutann og sendingarkostnaðinn. Þegar þú verslar á Náttúrumarkaði ert þú alltaf að greiða „allt“ komið heim að dyrum.

Síðan þegar þú hefur ákveðið hvað þú kaupir smellir þú á „Skoða körfu nánar og kaupa“. Ef þú ert sátt/ur við það ferðu á greiðslusíðu.


Að ganga frá greiðslu fyrir böggulinn og heimsendinguna:

Eftir að smellt er á „Fara á greiðslusíðu“ kemur síða þar sem skrá þarf viðtakanda vörunnar og kennitölu þess sem fær reikninginn. Þegar þeirri útfyllingu er lokið er smellt á „Greiða“. Við það getur komið lítill gluggi sem tilkynnir að farið sé á annan vefþjón.

Þá er farið á vef Kortaþjónustunnar ehf. þar sem kortaupplýsingar eru gefnar upp og gengið frá greiðslu. Þú greiðir með greiðslukorti (Visa, Mastercard) og kortanúmerið er aðeins gefið upp gagnvart Kortaþjónustunni ehf. Þú getur einnig valið að greiða með millifærslu í banka. Sjá einnig „Skilmálar“ .

Ef pantað er fyrir kl 12:00 á hádegi berst böggullinn að jafnaði næsta virka dag en ef pantað er eftir kl 12:00 á hádegi berst böggullinn í allflestum tilvikum þarnæsta virka dag**.

*Flutningskostnaður miðast við verðskrá Póstsins (Íslandspósts) en sendingar innanlands eru jafnaðar milli landshluta á Náttúrumarkaði svo allir sitji við sama borð.

**Þ.e. ef böggullinn á að berast til móttakanda innanlands.

Birt:
10. september 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hvernig versla ég á Náttúrumarkaðinum?“, Náttúran.is: 10. september 2011 URL: http://nature.is/d/2007/09/29/versla-nttrumarkai/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 29. september 2007
breytt: 10. september 2011

Skilaboð: