John Kerry verður "fulltrúi" Obama í Poznan
Áhrif Johns Kerrys, öldungardeildarþingmnns og frambjóðanda Demókrata til forseta árið 2004 hafa nú aukist í Washington í kjölfar sigurs Obama í forsetakosningum.
John Kerry mun taka við formennsku í utanríkismálanefnd Öldungadeildarinnar þegar Joe Biden verður varaforseti Obama. Kerry hefur upplýst loftslagsbreytingar verði bæði bæði "miðlægar og efst" á dagskrá nefndarinnar næsta ár.
Kerry fer til Poznan í Póllandi þar sem 14. loftslagagsþing Sameinuðu þjóðanna hefst á mánudaginn. Skilaboð hans verða að bæði hinn ný ji forseti og hið ný kjörna þing hyggist grípa til aðgerða gegn loftslagsbreytingum.
"It's a moment we've been waiting for, many of us, for some period of time. For eight years, to be blunt," Kerry told reporters. "And we intend to pick up the baton and really run with it here."
Barack Obama hyggst ekki fara til Poznan. Hann heldur sig við að í Bandaríkjunum starfi einungis einn forseti í einu. Engu að síður, orð Johns Kerrys verða túlkuð sem skilaboð frá Oboma sem margir vona að muni sitja loftslagsþingið í Kaupmannahöfn á næsta ári.
Sjá dagskrá 14. loftslagsþings Sameinuðu þjóðanna á vef IPPC.
Myndin er af gamalli satíru á framboð john Kerry og John Edwards sem á kannski ágætlega við aftur.Birt:
Tilvitnun:
Árni Finnsson „John Kerry verður "fulltrúi" Obama í Poznan“, Náttúran.is: 29. nóvember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/11/29/john-kerry-verour-fulltrui-obama-i-poznan/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.