Á ferðmálaráðstefnu Ferðamálastofu á fimmtudaginn var, hlutu Hópbílar hf umhverfisverðlaun Ferðamálastofu í ár. Hópbílar hafa allt frá árinu 2001 einsett sér að vera í fararbroddi í umhverfismálum og árið 2004 fékk það umhverfisstefnu sína vottaða skv. alþjóðlega umhverfisstaðlinum ISO 14001, umhverfisstefnan hefur verið yfirfarin og uppfærð árlega (sjá umhverfisskýrslu 2005) og er orðin hluti af stjórnskipulagi fyrirtækisins.

Auk þess hefur fyrirtækið hlotið Kuðunginn 2003, umhverfisverðlaun Umhverfisráðuneytisins og viðurkenningu fegrunarnefndar Hafnarfjarðar árið 2001. Unnið er að innleiðingu á alþjóðlegum öryggisstjórnunarstaðli, OHSAS 18001 og stefnt er að vottun á honum árið 2007. Hópbílar er eitt af 7 fyrirtækjum á Íslandi sem hafa ISO 14001 vottun. Hin fimm eru; Alcan, Borgarplast, Morgunblaðið, Orkuveita Reykjavíkur og Línuhönnun. Landsvirkjun hefur unnið að undirbúningi ISO 14001 vottunar fyrir fyrirtækið nú í nokkur ár. Náttúran óskar Hópbílum innilega til hamingju!

Birt:
19. nóvember 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hópbílar fá umhverfisverðlaun Ferðamálastofu“, Náttúran.is: 19. nóvember 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/hopbilar/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 16. janúar 2008

Skilaboð: