Eldað úr íslenskum þörungum - með Rúnari Marvinssyni.

Námskeið er hugsað fyrir alla sem hafa áhuga á spennandi matargerð úr íslenskum hráefnum. Á námskeiðinu verður farið í þörungatínslu á Keilisnesi. Siðan verður farið í Rannsóknarþjónustuna Sýni Lynghálsi 3, þar sem haldinn verður fyrirlestur um þörunga, næringargildi þeirra, meðhöndlun og geymslu. Þá verða eldaðir nokkrir réttir úr þörungunum og námskeiðinu lýkur svo með sameiginlegu borðhaldi.

Meðal rétta sem eldaðir verða má nefna; Þarud snakk, tveggja þara súpu, bygg ottó með söxuðum þörungum, eggjaköku og sölvapönnsur.

Leiðbeinendur: Karl Gunnarsson, þörungafræðingur, Ólöf Hafsteinsdóttir matvælafræðingur og Rúnar Marvinsson, matargerðarmaður. Námskeiðið var ákveðið í framhaldi af verkefni sem Sýni vann með Hollustu úr hafinu.

Tími: Sunnudaginn 20. september kl: 13:00-18:00
Skráning og nánari upplýsingar í síma 512-3380 eða í matvaelaskolinn@syni.is
Staður: Rannsóknarþjónustan Sýni Lynghálsi 3, 110 Reykjavík.

Mynd: Rúnar Marvinsson, af www.saison.ch.

Birt:
14. september 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Eldað úr íslenskum þörungum“, Náttúran.is: 14. september 2009 URL: http://nature.is/d/2009/09/14/eldao-ur-islenskum-thorungum/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 15. september 2009

Skilaboð: