Orð dagsins 27. október 2008.

Umhverfisstofnun Danmerkur (Miljøstyrelsen) hefur hleypt af stokkunum sérstöku átaki til að vekja athygli unglingsstúlkna á þeim hættum sem fylgja mikilli notkun á snyrtivörum. Samkvæmt könnun sem Miljøstyrelsen lét nýlega gera, nota rúmlega 70% 13-16 ára stúlkna snyrtivörur með ilmefnum daglega. Nær þriðjungur þeirra hefur fengið exem, útbrot eða kláða í tengslum við þessa notkun, og tiltölulega fáar eru meðvitaðir um að ilmvötn, hárlitir og hennatattú geti orsakað alvarleg og jafnvel lífshættuleg ofnæmistilfelli, sem stafa af litarefnum og ilmefnum í þessum vörum. Átak Miljøstyrelsen beinist sérstaklega gegn efninu p-fený lendíamín (PPD), en það er litarefni, sem m.a. er notað í hárliti og stundum ólöglega í hennatattú.
Lesið frétt IMS 24. október sl.
skoðið heimasíðu átaksins, www.hudallergi.dk/  
og rifjið upp „Orð dagsins“ 29. september sl.

Birt:
27. október 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Aukaefni í snyrtivörum ógna heilsunni“, Náttúran.is: 27. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/28/aukaefni-i-syrtivorum-ogna-heilsunni/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 28. október 2008

Skilaboð: