Villandi auglýsing    

Sjávarnytjar – með Landssamband íslenskra útvegsmanna, Félag hrefnuveiðimanna, sveitarfélög, sjómannafélög og fleiri aðila í fararbroddi hafa keypt heilsíðuauglýsingu í dagblöðum í dag undir fyrirsögninni: „Hefjum hvalveiðar"

Krafa auglþsenda er að stjórnvöld sjái til þess að „... hvalveiðar við Ísland hefjist á sumri komanda, á þeim tegundum og innan þeirra marka sem Hafrannsóknarstofnun hefur lagt til."

Rökstuðningurinn er að „Í hafinu við Ísland eru um 350 þúsund hvalir, stórir og smáir. Árlega éta þeir um 6 milljónir tonna af sjávarfangi, þar af um 2 milljónir tonna af fiski.”

Þarna eru mjög villandi upplýsingar ferð. Gefið er í skyn að veiðar á 100 hrefnum og 150 langreyðum muni hafa einhver áhrif á fiskafla við Ísland. Rannsóknir Hafró gefa hins vegar til kynna að slíkar veiðar hafi engin merkjanleg áhrif á lífríki sjávar.

Afar villandi er að halda því fram að 350 þúsund hvalir í hafinu við Ísland éti 6 milljón tonna af „sjávarfangi” og þar með gefa í skyn að þessi 6 milljón tonn hefði verið landað sem afla ef hvalir væru ekki svona gráðugir.

Langreyðar éta mest krabbadýr og talið er að fiskát hvala geti jafnvel haft jákvæð á afkomu nytjafiskstofna. Þá benda alþjóðleg talning árið 2007 við Ísland til að fjöldi hrefna innan við fjórðungur af því sem áður var talið, ríflega 10 þúsund dýr. Þar af leiðandi breytti Hafró veiðiráðgjöf sinni úr 400 dýrum í 100 dýr.

Birt:
9. janúar 2009
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Reynt að villa um fyrir fólki“, Náttúran.is: 9. janúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/01/09/reynt-ao-villa-um-fyrir-folki/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: