Ertu að verða náttúrulaus?
Með tónleikunum gefst fólki tækifæri til að njóta tónlistar á heimsmælikvarða ásamt því að sýna hug sinn í verki.
Þeir sem munu koma fram eru eftirfarandi:
Ham, Damien Rice, Lisa Hanigan, Magga Stína og hljómsveit, Múm, Sigur Rós, Hjálmar, KK, Rass, Björk, Zeena Parkins, Ghostigital, Damon Albarn, Egó auk óvæntra uppákoma.
Miðasala hefst fimmtudaginn 1. desember kl. 10 á midi.is, í verslunum 12 Tóna, Smekkleysu, BT og Skífunnar. Einnig verður hægt að kaupa miða í Kaffi Hljómalind. Miðaverði er stillt í hóf og kostar 3.000 kr. í stúku en 2.500 kr. í stæði.
Allir listamenn sem koma þarna fram, skipuleggjendur og þorri starfsmanna gefa vinnu sína í þágu málsstaðarins. Verði hagnaður af tónleikunum mun hann renna í sérstakan sjóð Hætta!-hópsins sem notaður verður til að efla náttúruvernd á Íslandi.
ATH! Mikill áhugi hefur verið fyrir tónleikunum og seldust miðar í stúku upp á aðeins fjórum mínútum á fyrsta söludegi!
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ertu að verða náttúrulaus?“, Náttúran.is: 30. nóvember 2005 URL: http://nature.is/d/2007/03/22/ertu_ad_verda_natturulaus/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. mars 2007
breytt: 4. maí 2007