Árlegur útimarkaður Varmársamtakanna í Álafosskvos er nú að taka á sig skýra mynd. Allt virðist stefna í metþátttöku söluaðila og fjölbreytt vöruúrval. Markaðurinn sem haldinn er í tengslum við bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninum heima, hefst kl. 11:00 og stendur til kl. 16:00 laugardaginn 29. ágúst nk.

Að venju verður boðið upp á ilmandi og gómsætar veitingar í Kaffi Kvos og  tónlistarmenn munu skemmta gestum með hugljúfum tónum. Af vörum sem gestum hátíðarinnar verður boðið upp á má nefna:

  • Lifrænt ræktaðar kryddjurtir frá Engi
  • Heimalagaðar sultur og suðræn kryddjurtamauk
  • Varmárbrauð frá Grímsbæ
  • Rósir í öllum regnbogans litum frá Laugabóli
  • Birki- og taðreiktur silungur frá Útey
  • Steinbítur frá Harðfiskverkun Finnboga á Ísafirði
  • Silungapaté og rússneskt matarmauk a la Omar og Olga
  • Lífrænt ræktaðir tómatar og grænmeti frá: Garðyrkjustöðinni Akri, Garðyrkjustöðinni Sunnu Sólheimum og Garðyrkjustöðinni Hæðarend.
  • Þykkvabæjarkartöflur
  • Grænmeti frá Garðagróðri
  • Salat frá Mosskógum
  • Heimabakaðar kleinur, kryddbrauð og annað bakkelsi frá Fríðu og Huldubergi
  • Heilsukrydd og ídýfur


Auk þess: Heklaðir treflar frá Toggu, taupbleiur frá Kindaknúsi, stelpuföt frá Dóru og allt milli himins og jarðar í Álafossbúðinni. Hannunnir hnífar frá Palla hnífasmið.

Ilmandi heitar vöfflur með rjóma og gómsætar veitingar í Kaffi Kvos.
Lifandi tónlist - harmonikuleikur.

Nánar á bloggsíðu Varmársamtakanna.

Mynd frá útimarkaðinum í fyrra, af vef Varmársamtakanna.

Birt:
26. ágúst 2009
Uppruni:
Varmársamtökin
Tilvitnun:
Sigrún Pálsdóttir „Útimarkaður Varmársamtakanna á laugardaginn“, Náttúran.is: 26. ágúst 2009 URL: http://nature.is/d/2009/08/26/utimarkaour-varmarsamtakanna-laugardaginn/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: