Nýir svifryksmælar á Akureyri
Umhverfisstofnun hefur fest kaup á tveimur nýjum svifryksmælum sem í síðustu viku voru settir upp á Akureyri. Annar mælirinn var settur upp við hlið gamla mælisins við Tryggvabraut en hinn var settur upp við leikskólann Flúðir.
Mælarnir eru af nýrri kynslóð loftgæðamæla, mjög fullkomir og fyrirferðalitlir. Úr gamla mælinum komu aðeins upplýsingar um sólahringsmeðaltal og lágu niðurstöður ekki fyrir fyrr en mörgum dögum eftir hverja mælingu. Gögn frá nýju mælunum uppfærast hinsvegar á 10 mínútna fresti á netinu.
Einnig er veðurstöð sambyggð nýju mælunum en það gefur möguleika á að samkeyra mengunar og veðurupplýsingar og fá þannig munn gleggri mynd úr hvaða átt mesta mengunin er að koma á hverjum stað.
Það var Gróco ehf sem flutti mælana inn en þeir eru framleiddir í Austurríki. Verkfræðistofan Vista sér svo um birtingu mæligagna á netinu.
Þessa dagana fara fram stillingar og prufukeyrslur en þegar því lýkur verða gögn frá mælunum aðgengileg.
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfisstofnun „Nýir svifryksmælar á Akureyri“, Náttúran.is: 29. apríl 2009 URL: http://nature.is/d/2009/04/29/nyir-svifryksmaelar-akureyri/ [Skoðað:7. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.