Plast verður að olíu og gasi
Allt sem til þarf segir GRC (global resource corporation), er vel stilltur örbylgjuofn og viti menn blanda efna sem gerð voru úr plasti verða aftur að olíu og gasi (ásamt nokkrum afgansefnum)
Lykillinn af þróun GRC er vél sem notar 1200 mismunandi örbylgjulengdir, sem gengur fyrir vetniskolefni (CH). Þegar efninu er umbreytt á vissri bylgjulengd, brotnar sá hluti vetniskolefnisins sem er í plasti og gúmmíi niður í dísel olíu og eldfimt gas.
GRC vélin er kölluð Haukurinn-10 (The Hawk-10). Smærri gerð vélarinnar lítur út eins og iðnaðar örbylgjuofn með vélabúnaði utan á. Stærri gerðir líta út eins og steypuvélar.
„Allt sem er með vetniskolefni að grunni hefur áhrif á ferlið“ segir Jerry Meddick, forstjóri viðskipta þróunar hjá GRC, sem er staðsett New Jersey. „Við losum þessar vetniskolefnissameindir úr efninu og þær verða að olíu og gasi.“
Allt sem ekki inniheldur vetniskolefni að grunni verður eftir, nema hvað að allt vatn gufar upp í örbylgjunum.
„Taktu hluta af koparvír“ segir Meddick „hann er þakin plasti – efni úr vetniskolefni. Við losum burt allt vetniskolefnið sem tekur þá plastið utan af vírnum“ ekki aðeins verður til eldsneyti og gas úr ferlinu, en það gerir endurvinnslu á koparvírum mun auðveldari.
T.d. ef við setjum 9,1 kíló af dekkjum í Haukinn framleiðum við 4,54 lítra af dísel olíu, 1,42 rúmmetra af gasi, 1 kíló af stáli og 3,40 kíló af sverti koli, segir Meddick
Gershow endurvinnslan sem endurvinnur brotajárn í New York borg, segist verða fyrsta fyrirtækið til að festa kaup á Hauknum 10. Gershaw safnar brotajárni og endurvinnur það í nothæfan hreinan málm. Mest af brotajárninu kemur úr gömlum bílum, en fyrir hvert tonn sem að fyrirtækið endurvinnur eru um 226-318 kíló af svo kölluðu „autofluffi“ framleidd.
Autofluff er efni sem verður eftir þegar að bíll hefur verið tættur í sundur og stálið tekið í burtu. Það inniheldur plast, gúmmí, við, pappír, efni, gler, sand, drullu og ýmsan málm. GRC segir að Haukurinn 10 geti tekið nóg af olíu og gasi frá afgöngunum til að knýja Haukinn 10 og margar aðrar vélar hjá Gershaw.
Af því að vélin hjálpar til við að endurvinna meira af brotjárni og málmi, og tekur allt vatnið úr „autofluffinu“ snarminnkar sá hluti af efninu sem annars þyrfti að urða.
Sjá frétt á New Scientist
myndin er tekin af New Scientist
Birt:
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Plast verður að olíu og gasi“, Náttúran.is: 29. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/29/plast-verur-olu-og-gasi/ [Skoðað:24. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 17. febrúar 2009