Verður afleiðing hlýnunar jarðar fjárhagslegt hrun heilla þjóða?
Orð dagsins 2. mars 2009.
Ítalía, Spánn og Grikkland verða væntanlega mest fyrir barðinu á loftslagsbreytingum í Evrópu á þessari öld. Þar má gera ráð fyrir verulegu tjóni af hitabylgjum og skógareldum, sem m.a. munu skaða ferðaþjónustu og fæðuframleiðslu í þessum löndum. Verði ekkert að gert má reikna með að árlegt tjón vegna loftslagsbreytinga í löndum ESB verði um 6,2 milljarðar evra (um 900 milljarðar ísl. kr.) á árunum kringum 2020, en allt að því tífalt meira þegar horft er fram til ársins 2060. Þetta kemur fram í drögum að nýrri skýrslu Evrópusambandsins (ESB), sem væntanlega verður birt opinberlega í apríl.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag
Birt:
2. mars 2009
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Verður afleiðing hlýnunar jarðar fjárhagslegt hrun heilla þjóða?“, Náttúran.is: 2. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/02/fjarhagsleg-afleioing-hlynun-jaroar-ao-koma-i-ljos/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.