Nú fer að líða að Menningarnótt í Reykjavík sem verður haldin í fjórtánda sinn laugardaginn 22. ágúst. Það er engum blöðum um það að fletta að Menningarnótt er lang fjölmennasta hátíð sem haldin er á landinu. Nærri þriðjungur landsmanna tók þátt í hátíðinni í fyrra og naut fjölbreyttra dagskrárliða í miðborginni.

Þema Menningarnætur verður að þessu sinni „Húsin í bænum“. Með þvíer meiningin að vekja athygli á fegurð og margbreytileika húsanna í bænum og menningunni sem tengist þeim. Fjölmargar skrþtnar og skemmtilegar hugmyndir hafa borist og það stefnir í viðburðaríka og áhugaverða Menningarnótt.

Dagskrá Menningarnætur lýkur að vanda með glæsilegri flugeldasýningu í boði Orkuveitu Reykjavíkur sem er framkvæmd af Hjálparsveit Skáta. Flugeldum verður skotið frá Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu kl. 23:00.

Sjá nánar á upplýsingasíðu Menningarnætur menningarnott.is.

Birt:
18. ágúst 2009
Höfundur:
Höfuðborgarstofa
Tilvitnun:
Höfuðborgarstofa „Menningarnótt 22. ágúst 2009“, Náttúran.is: 18. ágúst 2009 URL: http://nature.is/d/2009/08/18/menningarnott-22-agust-2009/ [Skoðað:2. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: