Ráðstefna um vernd og endurheimt votlendis
Að frumkvæði umhverfisráðuneytisins verður efnt til ráðstefnu í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands um votlendi og endurheimt þess. Titill ráðstefnunnar er Endurheimt votlendis - hvað þarf til? Ráðstefnan er haldin í tilefni alþjóðlegs árs líffræðilegrar fjölbreytni og í ljósi vaxandi umræðu um mikilvægi votlendis í loftslagsbreytingum.
Meðal fyrirlesara er Hans Joosten, prófessor við Greifswaldháskóla í Þýskalandi, sem er mjög virtur sérfræðingur í endurheimt votlendis á alþjóðavettvangi. Hann hefur verið leiðandi í alþjóðlegum umræðum um þátt votlendis í loftslagsbreytingum. Hann hefur jafnframt tekið virkan þátt í starfi öflugustu félagasamtaka um málefni votlendis Wetland International.
Votlendi eru algeng landgerð á Íslandi og talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi þess að endurheimta röskuð votlendi til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftið og til að efla líffræðilegan fjölbreytileika. Á ráðstefnunni verður lögð áhersla á að fjalla um möguleika á endurheimt votlendis og hvernig best megi vinna að því verkefni. Jafnframt mun umhverfisráðherra tilkynna um ný votlendissvæði á lista Ramsarsamningsins. Markmið Ramsarsamningsins er að stuðla að verndun og skynsamlegri nýtingu votlendissvæða í heiminum, sérstaklega sem búsvæði fyrir votlendisfugla. Nú eru þrjú votlendissvæði hér á landi á lista samningsins. Það eru Þjórsárver, Mývatn- og Laxársvæðið og Grunnafjörður.
Ráðstefnan verður haldin í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri miðvikudaginn 12. maí kl. 09:00-16:00.
Nauðsynlegt er að skrá þátttöku til umhverfisráðuneytisins í síðasta lagi mánudaginn 10. maí á netfangið postur@umhverfisraduneyti.is.
Dagskrá:
Fundarstjóri er Salvör Jónsdóttir skipulagsfræðingur.
09:00 Ávarp Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra
09:10 Votlendi og votlendissetur. Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands.
09:20 Global peatlands and climate change: emissions and mitigation options. Hans Joosten prófessor, Greifswald háskóla, Þýskalandi.
10:15 Kaffi
Vernd og endurheimt votlendis – staða þekkingar
Málstofustjóri: Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu.
10:30 Votlendi á Íslandi – yfirlit. Hlynur Óskarsson, LBHÍ
10:50 Landnýting á framræstu votlendi. Áslaug Helgadóttir, LBHÍ og Björn Traustason, Skógrækt ríksins.
11:10 Votlendi, náttúruvernd og líffræðilegur fjölbreytileiki. Svenja Auhage, Náttúrufræðistofnun Íslands.
11:30 Votlendi og loftslagsbreytingar. Jón Guðmundsson, LBHÍ.
11:50 Umræður og samantekt málstofu.
Tilnefning nýrra Ramsarsvæða
12:30 Hádegishlé og undirritun nýrra Ramsarsvæða. Votlendissvæðin á Hvanneyri skoðuð.
Endurheimt votlendis – hvað þarf til
Málstofustjóri: Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri.
14:00 Endurheimt votlendis – sýn og samstarf við landeigendur. Eiríkur Blöndal, Bændasamtökin.
14:20 Endurheimt votlendis - leiðir til árangurs. Daði Már Kristófersson, Háskóla Íslands.
14:40 Dæmi um endurheimt votlendis.
- Friðland í Flóa. Jóhann Óli Hilmarsson, Fuglavernd.
- Skógey við Hornafjörð. Landgræðsla ríksins.
- Fossá í Vestur Barðastrandarsýslu. Bjarni Össurarson.
- Framengjar og Nautey í Mývatnssveit. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson.
15:30 Umræður og samantekt málstofu.
16:00 Ráðstefnulok.
Ljósmynd: Horblaðka á Snæfellsnesi, Guðrún Tryggvadóttir
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Ráðstefna um vernd og endurheimt votlendis“, Náttúran.is: 6. maí 2010 URL: http://nature.is/d/2010/05/06/radstefna-um-vernd-og-endurheimt-votlendis/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.