Ný ríkisstjórn, umhverfið og atvinnumálin
Græna netið, félag um umhverfismál inna Samfylkingarinnar býður til fundar um nýja ríkisstjórn og afstöðu hennar í umhverfis- og atvinnumálum. Þórunn Sveinbjarnardóttir mun hefja fundinn. Fundurinn verður haldinn á Glætunni við Laugaveg (gegnt Máli og menningu) á sunnudaginn 17. maí frá kl. 11:00.
Í fréttatilkynningu frá Græna netinu segir: „Í nýju stjórninni eru tveir vinstriflokkar sem báðir hafa einarða stefnu um umhverfismálefni og náttúruvernd. Hvernig endurspeglast það í sáttmála ríkisstjórnarinnar og hverjar eru líkur á að það sem þar stendur verði að veruleika? Hver er sú „græna atvinnustefna“ sem þar er boðuð en ekki skýrð? Og hvað merkir það sem ekki stendur í sáttmálanum – til dæmis um virkjunarframkvæmdir og stóriðjuver?“
Allir velkomnir.
Mynd: Raflínur og álver. Ljósmynd: Árni Tryggvason.Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ný ríkisstjórn, umhverfið og atvinnumálin“, Náttúran.is: 15. maí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/05/15/ny-rikisstjorn-umhverfio-og-atvinnumalin/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.