Slökkvum ljósin kl. 20:30 á laugardaginn
Vonast er til að um milljarður jarðarbúa sem búa í stærstu borgum heims slökkvi ljósin heima hjá sér í klukkustund nk. laugardag, kl. 20:30 að staðartíma. Þetta tengist Earth Hour - Stund Jarðar. Íbúar heims eru hvattir til aðgerða gegn loftlagsbreytingum.
Ljósin verða m.a. slökkt í Empire State byggingunni í New York, við egypsku pþramídana í Giza, Petronas turnana í Kuala Lumpur, Akrópólis í Aþenu og Tapei 101 byggingunni í Taívan. Sjá vef skipuleggjenda.
Það eru náttúruverndarsamtökin World Wildlife Fund sem skipulögðu Earth Hour í fyrsta sinn árið 2007. Árið 2007 voru ljósin slökkt í einni borg, Sydney í Ástralíu. Í fyrra tóku alls tóku 370 borgir í 35 löndum þátt í átakinu. Að sögn WWF munu 1.189 borgir taka þátt í ár.
Sameinuðu þjóðirnar styðja átakið. Sjá hér ávarp aðalritara Sameinuðuþjóðanna, Ban Ki-Moon.
Það eru náttúruverndarsamtökin World Wildlife Fund sem skipulögðu Earth Hour í fyrsta sinn árið 2007. Árið 2007 voru ljósin slökkt í einni borg, Sydney í Ástralíu. Í fyrra tóku alls tóku 370 borgir í 35 löndum þátt í átakinu. Að sögn WWF munu 1.189 borgir taka þátt í ár.
Sameinuðu þjóðirnar styðja átakið. Sjá hér ávarp aðalritara Sameinuðuþjóðanna, Ban Ki-Moon.
Birt:
27. mars 2009
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Slökkvum ljósin kl. 20:30 á laugardaginn“, Náttúran.is: 27. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/27/slokkvum-ljosin-kl-2030-laugardaginn/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.