Barack Obama, bandaríkjaforseti hvatti leiðtoga 20 helstu iðnríkja heims sérstaklega til að bregðast við loftslagsbreytingum á næstu mánuðum og árum.

Hann sagði að verkefni tengd atvinnusköpun og endurbyggingu hagkerfa út um allan heim mættu ekki bitna á umhverfinu.

„Við megum ekki gleyma því sem virkilega skiptir máli,“ sagði Obama.

„Störf koma og fara en sumar náttúruauðlinda koma ekki aftur er illa er gengið um þær. Það sama gildir um loftslagið. Þó svo að við séum öll einbeitt að því að skapa störf og sem mest af þeim megum við ekki gera það á kostnað umhverfisins.“

Þá hvatti Obama þjóðarleiðtoga út um allan heim að íhuga og leitast eftir „grænum fjárfestingartækifærum“ enda væri nóg um slík tækifæri um þessar mundir og þjóðir heims að renna út á tíma til að bregðast við loftslagsbreytingum. Hann hvatti til nýsköpunar í orkumálum og betri nýtingu á endurnýjanlegri orku.

„Við vitum öll að tíminn er að renna út,“ sagði Obama í ræðu á borgarafundi í Strassburg í dag. „Bandaríkin þurfa að gera betur, Evrópa þarf að gera betur.

Birt:
5. apríl 2009
Höfundur:
Viðskiptablaðið
Tilvitnun:
Viðskiptablaðið „Obama: Atvinnusköpun má ekki vera á kostnað umhverfisins“, Náttúran.is: 5. apríl 2009 URL: http://nature.is/d/2009/04/05/obama-atvinnuskopun-ma-ekki-vera-kostnao-umhverfis/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: