Grisjuþófi er notaður á líkan hátt og bakstrar, en munurinn er því sá að við bakstra snerta jurtirnar húðina. Notið hreinan bómullarklút eða sárabindi (grisju) og vefjið um jurtirnar sem nota skal. Látið grisjuþófann liggja í sjóðandi vatni í 5-10 mínútur, vindið hann lítillega og leggið síðan svo heitan sem mögulegt er á eymslin. Þófinn þarf að vera heitur og því þarf að skipta um þegar hann kólnar eða setja plast yfir og halda honum heitum með hitapoka.

Heppilegar jurtir í grisjuþófa eru græðandi jurtir, s.s. morgunfrú, kamilla og vallhumall, og blóðrásarörvandi jurtir, t.d. eldpipar, engiferjurt og rósmarín.

Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Grisjuþófi“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/grisjufi/ [Skoðað:22. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007

Skilaboð: