Umhverfisráðherra ógildi skipulagstilllögu - Niðurstöðu sveitarstjórnar verði hafnað
Krafa um ógildingu á samþykkt skipulagstillögu sem gerir ráð fyrir virkjun Þjórsár í byggð var afhent umhverfisráðherra í dag.
Atli Gíslason lögmaður fer fram á að umhverfisráðherra ógildi skipulagstillögu Skeiða og Gnúpverjahrepps eða vísi henni til sveitarfélagsins til nýrrar meðferðar. Atli afhenti umhverfisráðherra kröfu um þetta í dag.
Lögmaðurinn og félagar hans í samtökunum Sól á Suðurlandi hafa margsinnis gert athugasemdir við vinnubrögð sveitarstjórnar í málinu og telja hana ganga í berhögg við góða stjórnsýsluhætti í fjölmörgum atriðum.
Sjá einnig frétt á Smugunni
Ljósmynd, fundur Sólar á Suðurlandi við Þjórsá, Guðrún Tryggvadóttir
Birt:
15. janúar 2009
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Umhverfisráðherra ógildi skipulagstilllögu - Niðurstöðu sveitarstjórnar verði hafnað“, Náttúran.is: 15. janúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/01/15/umhverfisraoherra-ogildi-skipulagstilllogu-niourst/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.